Hlaðvarp

Margrét Sturlaugsdóttir

Líf Margrétar Sturlaugsdóttur hefur meira og minna snúist um körfubolta. Þar var hún afar sigursæl sem hluti af fyrstu gullkynslóð íþróttarinnar í Keflavík og sem farsæll þjálfari á öllum stigum síðar meir. Hér segir hún einnig á einlægan hátt frá baráttu sinni við krabbamein og segir frá hlutverki sínu sem aðstandandi alkóhólista.
Lesa meira

Sigga Dögg

Sigga Dögg er mörgum kunn fyrir kynfræðslu sína og ritstörf en okkur lék áhugi á því að kynnast betur frekar keflvíkinginum frekar en kynfræðinginum en Sigga Dögg flutti aftur til heimabæjarins fyrir nokkrum árum sem hafði að segja má heilandi áhrif eftir erfið unglinsár þar sem hún sótti sér styrk í síbreytilegt hafið, enda nóg af því á Suðurnesjum. Hún ætlaði að verða sálfræðingur en hætti svo snarlega við það, slysaðist svo í fjármálafræðslu hjá banka áður en hún fann fjölina sína, þar kemur sér vel að hún er hrein og bein eins og þið fáið að heyra.
Lesa meira

Sossa

Listakonuna Sossu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Verk hennar má finna á öðru hverju heimili á Suðurnesjum og þótt víðar væri leitað. Hún ræðir hér lífið og listina, segir frá upplifun sinni sem kona í karllægum listaheimi, sambandinu við guð og skattinn og hvernig hún hefur selt fjölskylduna sína oftar en einu sinni.
Lesa meira

Kristinn Guðmundsson

Kristinn Guðmundsson mun væntanlega seint losna við miðnafnið Soð. Undanfarin ár hefur hann birst á tölvu- og sjónvarpsskjáum landsmanna sem kærulaus áhugakokkur sem heillar áhorfendur með frumlegum uppátækjum og matargleði.
Lesa meira

Brynjar Leifsson

Hann hafði hugsað sér að verða bakari eða flugmaður en varð í staðinn gítarleikari í heimsþekktri hljómsveit. Þú gætir hafa séð hann munda gítarinn í sjónvarpinu, í Saturday Night Live, hjá spjalldrottningunni Ellen, eða bregða fyrir í Game of Thrones með hljómsveit sinni Of Monsters And Men.
Lesa meira

Helgi Jónas Guðfinnsson

Grindvíkingurinn Helgi Jónas var hálfgert undrabarn í körfubolta. Hann þótti á tímabili einn efnilegasti unglingur Evrópu og gerðar voru til hans miklar væntingar. Um tvítugt var hann kominn í atvinnumennsku þar sem hann sem hann bjóst við að upplifa drauma sína. Hið þveröfuga gerðist og andlegt fall blasti við Helga. Hann burðaðist með kvíða og depurð án þess að ræða það um árabil á meðan hann vann titla og hlaut verðlaun í íþrótt sinni.
Lesa meira

Elva Dögg Sigurðardóttir

Hún hafði allt. Átti góða fjölskyldu, gekk vel í skóla og var afrekskona í íþróttum. Síðan gerðist eitthvað og áður en hún vissi af var hún komin inn á barna- og unglingageðdeild og langaði ekki að lifa lengur.
Lesa meira