Við höfum öll góða sögu að segja

Sveitarfélögin á Suðurnesjum skrifuðu í júní 2016, undir samstarfssamning sem miðar að því að bæta ímynd svæðisins með sérstöku markaðsátaki. Ímynd svæðisins hefur of lengi einkennst af atvinnuleysi og neikvæðum fréttum. Nú er mál að linni og tímabært að snúa vörn í sókn. Markaðsátakið ber heitið Reykjanes - við höfum góða sögu að segja!  

Mikill uppgangur er nú á Reykjanesi og með sameiginlegu átaki getum við snúið við neikvæðri umræðu og sýnt öðrum landsmönnum, fjölmiðlum, opinberum aðilum, fyrirtækjum og ekki síst íbúum Reykjaness fram á það að hér er gott að búa og starfa.  

Allir geta komið ábendingum til okkar í gegnum netfangið frettir@visitreykjanes.is

 Verkefnið er unnið undir formerkjum Sóknaráætlunar Suðurnesja.

 

 

Hér að neðan eru hlekkir á mörkunarefni (brand) fyrir verkefnið:

Myndaefni  Myndband 1 Myndband 2 Myndband 3 

Merki (Lógó)

Facebook

Prent

Word template

Tilnefning til Árunnar Ímark verðlauna

Árangur með almannatengslum

 

Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!