12.04.2021
Hún fór í tónleikaferðalag um heimsálfur með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem var ævintýri fyrir 19 ára gamlan básúnuleikara. Harpa segir okkur frá tónlistinni, hjónabandinu sem vakti forvitni og hvernig það er auppgötva að sonur þinn er ekki eins og önnur börn.
Lesa meira
16.02.2021
Gervahönnuðurinn úr Garðinum sem safnar Edduverðlaunum. Hún var uppreisnargjarn unglingur sem var send í sveitaskóla vestur á Reykjanes. Þar kynntist hún öllum villingunum úr Reykjavík og gerðist pönkari á Hlemmi. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og lætur allt flakka
Lesa meira
01.02.2021
Þrátt fyrir að vera rétt skriðinn yfir fertugt þá hefur Friðrik Árnason verið starfandi í ferðaþjónustu í 30 ár. Um fermingu fór hann hjólandi upp í Leifsstöð þar sem hann fiskaði ferðalaga í svefnpokagistingu í Njarðvíkurskóla. Hann var orðinn umboðsmaður bílaleigu og rekstraraðili að tjaldsvæði áður en hann fékk bílpróf. Tvítugur eyddi hann sumarfríinu einn á bílaleigubíl þar sem hann heimsótti ferðaskrifstofur og landaði samningum
Lesa meira
23.03.2021
Þráinn Kolbeinsson er lærður sálfræðingur en ákvað að venda sínu kvæði í kross og eltast við drauminn - að gerast ljósmyndari. Hann fluttist til Grindavíkur og kynntist þar fegurð Reykjanesskagans sem er einstakur á heimsvísu. Hann segir okkur frá glímunni í Mjölni, jarðhræringum á Reykjanesi, föðurhlutverkinu og fegurðinni á Reykjanesi.
Lesa meira
05.02.2021
Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Sjómennska og veiði er Gunnari Örlygssyni í blóð borin. Hann fór um fermingu á sjóinn en í dag flytur hann út ferskan fisk víða um veröld og veltir milljörðum. Njarðvíkingurinn stoppaði stutt við á Alþingi en þar hóf hann störf með dóm á bakinu og skipti svo um flokk
Lesa meira
29.12.2020
Guðbjörg Glóð Logadóttir á stóran þátt í að breyta viðhorfi okkar Íslendinga gagnvart fiski. Á hennar æskuheimili komst lítið annað að þar sem sem frumkvöðullinn faðir hennar seldi fisk til Ameríku við matarborðið. Hún gekk með hugmyndina um Fylgifiska í maganum í áratug áður en hún lét til skarar skríða.
Lesa meira
24.12.2020
Hægláta tónskáldið sem haldið hefur sig í Hollywood í næstum tvo áratugi. Hann hefur samið tónlist fyrir stiklur mynda eins og Lord of the rings, Joker og Batman begins, svo nokkrar séu nefndar. Keflvíkingurinn Veigar Margeirsson er einlægur og hógvær þrátt fyrir magnaðan árangur í sínu fagi. Hér segir hann frá einstökum ferli og áföllum sem mótað hafa hans sýn á lífið.
Lesa meira
31.08.2020
Bergur Þór Ingólfsson er hinn grindvíski Billy Elliott. Fyrsti atvinnuleikarinn úr bæjarfélaginu og hefur átt farsælan feril sem leikari og leikstjóri í yfir aldarfjórðung. Bergur ásamt fjölskyldu sinni átti stóran þátt í að fella ríkisstjórn og hrinda af stað byltingu undir formerkjum höfum hátt.
Lesa meira
16.06.2020
Sævar Helgi hefur djúpar tónlistarrætur úr Keflavík en foreldrar hans eru báðir tónlistarmenntaðir, amma hans starfaði sem píanókennari og undirleikari um áratugaskeið, föðurbróðir er tónskáld, föðursystir tónlistarkennari í London og svona mætti áfram telja. Það kom því engum á óvart að hann færi út í tónlist, þótt upphaflega hafi hann alls ekki ætlað að fara í þá átt. Sævar Helgi Jóhannsson vinnur undir listamannsheitinu Shell og er nú þegar farinn að geta sér gott orð í tónlistarheiminum, en þó hógværðin uppmáluð.
Lesa meira
16.06.2020
Hann var ofvirkur sem barn, ægilega stríðinn eins og flestir í hans fjölskyldu og einn af okkar bestu körfuboltamönnum, þar fer saman mikill kraftur og leikgleði og það er aldrei langt í húmorinn enda útilokar hann ekki frama á sviði þegar körfuboltanum lýkur. Ólafur Ólafsson, eða Óli Óla eins og flestir kalla hann segir okkur sögur af uppvextinum í Grindavík, körfubolta í þýskalandi, frakklandi og íslandi og stærsta hlutverki sínu til þessa, föðurhlutverkinu
Lesa meira