16.02.2021
Gervahönnuðurinn úr Garðinum sem safnar Edduverðlaunum. Hún var uppreisnargjarn unglingur sem var send í sveitaskóla vestur á Reykjanes. Þar kynntist hún öllum villingunum úr Reykjavík og gerðist pönkari á Hlemmi. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og lætur allt flakka
Lesa meira
05.02.2021
Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Sjómennska og veiði er Gunnari Örlygssyni í blóð borin. Hann fór um fermingu á sjóinn en í dag flytur hann út ferskan fisk víða um veröld og veltir milljörðum. Njarðvíkingurinn stoppaði stutt við á Alþingi en þar hóf hann störf með dóm á bakinu og skipti svo um flokk
Lesa meira
29.12.2020
Guðbjörg Glóð Logadóttir á stóran þátt í að breyta viðhorfi okkar Íslendinga gagnvart fiski. Á hennar æskuheimili komst lítið annað að þar sem sem frumkvöðullinn faðir hennar seldi fisk til Ameríku við matarborðið. Hún gekk með hugmyndina um Fylgifiska í maganum í áratug áður en hún lét til skarar skríða.
Lesa meira
24.12.2020
Hægláta tónskáldið sem haldið hefur sig í Hollywood í næstum tvo áratugi. Hann hefur samið tónlist fyrir stiklur mynda eins og Lord of the rings, Joker og Batman begins, svo nokkrar séu nefndar. Keflvíkingurinn Veigar Margeirsson er einlægur og hógvær þrátt fyrir magnaðan árangur í sínu fagi. Hér segir hann frá einstökum ferli og áföllum sem mótað hafa hans sýn á lífið.
Lesa meira
31.08.2020
Bergur Þór Ingólfsson er hinn grindvíski Billy Elliott. Fyrsti atvinnuleikarinn úr bæjarfélaginu og hefur átt farsælan feril sem leikari og leikstjóri í yfir aldarfjórðung. Bergur ásamt fjölskyldu sinni átti stóran þátt í að fella ríkisstjórn og hrinda af stað byltingu undir formerkjum höfum hátt.
Lesa meira
Grindvíkingurinn Helgi Jónas var hálfgert undrabarn í körfubolta. Hann þótti á tímabili einn efnilegasti unglingur Evrópu og gerðar voru til hans miklar væntingar. Um tvítugt var hann kominn í atvinnumennsku þar sem hann sem hann bjóst við að upplifa drauma sína. Hið þveröfuga gerðist og andlegt fall blasti við Helga. Hann burðaðist með kvíða og depurð án þess að ræða það um árabil á meðan hann vann titla og hlaut verðlaun í íþrótt sinni.
Lesa meira
Hún hafði allt. Átti góða fjölskyldu, gekk vel í skóla og var afrekskona í íþróttum. Síðan gerðist eitthvað og áður en hún vissi af var hún komin inn á barna- og unglingageðdeild og langaði ekki að lifa lengur.
Lesa meira
Hin þýska Linda Bergmann er yfir sig ástfangin af Íslandi. Linda býr ásamt Einari manni sínum í Njarðvík þar sem hún nýtur rólyndislífs og nálægðar við náttúru. Linda og Caro, besta vinkona hennar, kynntust íslenskum mönnum sínum einmitt á sama barnum með nokkra vikna millibili þegar þær dvöldu á Íslandi sumarlangt. Hún heldur úti vinsælli bloggsíðu (Dear Heima) og er virk á Instagram þar sem hún mærir Reykjanesið ótt og títt.
Lesa meira
Guðmundur Bjarni Sigurðsson er annar eigenda Kosmos & Kaos, vefhönnunarfyrirtækis sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ en rekur útibú í Reykjavík. „Ég þarf að vera nálægt alþjóðaflugvelli vegna þess að ég fer reglulega á fundi hjá viðskiptavinum í Evrópu og í Bandaríkjunum.“
Lesa meira
Þetta byrjaði sakleysislega. En áður en hún vissi var Halla komin á kaf í veitingabransann og í dag sér hún hátt á þriðja hundrað manns fyrir mat á hverjum degi.
Lesa meira