Helga Sigrún Harðardóttir
Helga Sigrún Harðardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, fyrrverandi útvarpskona, útvarpsmaður, pönkari og þingmaður
30.04.2021
Hún hefur komið víða við enda óhrædd við áskoranir hvort það er í námi eða starfi og hún var einu sinni pönkari.
Lífið hefur verið allskonar, sorgin knúði dyra þegar eiginmaður hennar lést eftir stutta baráttu við krabbamein og henni var aðeins gefið eitt barn en hún á einstakt samband við dóttur sína sem nú er sjálf orðin mamma.
Helga Sigrún Harðardóttir segir okkur frá því hvernig var að verða móðir 16 ára gömul, ævintýrinu í Fjörheimum, útvarpi Bros, einstaklega áhugasömum handavinnukenna og þingstörfum í miðri búsáhaldabyltingu.