Harpa Jóhannsdóttir
Hún fór í tónleikaferðalag um heimsálfur með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem var ævintýri fyrir 19 ára gamlan básúnuleikara. Harpa segir okkur frá tónlistinni, hjónabandinu sem vakti forvitni og hvernig það er að uppgötva að sonur þinn er ekki eins og önnur börn.
Harpa segir okkur frá því þegar hún sá saxafón í fyrsta sinn og varð ástfangin. Karen Sturlaugsson í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fékk hana til að læra á trompet í staðin og seinna fór hún á fast með básúnunni. Í dag starfar hún sem kennari í sama skóla en tónlistin hefur komið henni á marga skemmtilega staði, bæði í klassík en ekki síst í poppinu. Þannig að það varð loksins kúl að leika á básúnu, svona eins og annar Keflvíkingur sem hún kynntist í lúðrasveit skólans, Valdimar Guðmundsson.
Eiginkona Hörpu er Thelma Björk Jóhannesdóttir og vöktu þær forvitni margra þegar þær fóru að draga sig saman, án þess þó að vita það þá að þær höfðu alist upp nánast á sömu götunni.
Harpa segir frá syni þeirra Guðmundi Hrafnkeli sem greinst hefur með einhverfu og öllu sem því fylgir - bæði sorginni og gleðinni.