Gamli bærinn einstakur og fólkið sem þar býr

„Mér finnst fyrst og fremst einstaklega gott að ala börn upp í Reykjanesbæ. Samfélagið er mjög barnvænt og mikið og gott íþróttastarf hér,“ segir Ingi Þór. Hann dásamar jafnframt Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hann segir framúrskarandi. Þar fari einstaklega hæft og metnaðarfullt starfsfólk fremst í flokki.  „Steinsnar frá bænum má svo finna algjöra paradís. Það er Hólmsvöllur í Leirunni og Golfklúbbur Suðurnesja,“ bendir Ingi Þór á. Hann segir golfvöllinn meiriháttar og að næstum ekkert mál sé að komast á teig, auk þess sem barnastarf klúbbsins sé til fyrirmyndar.

Náttúra Reykjanessins hefur sömuleiðis mikið aðdráttarafl á Inga. „Náttúruperlur má finna víða hér á svæðinu. Það þarf ekki að fara langt til að komast í algjöra kyrrð og ósnortna náttúru.“

Ingi Þór er afar ánægður hvernig menningarstarfsemin blómstrar í Keflavík. „Það er einstakt að fá að fylgjast með gróskunni hérna. Gamli bærinn í Keflavík er auðvitað alltaf einstakur og það fólk sem þar býr.“


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!