Framleiðir heilsudrykk úr túmerikrót í Sandgerði

Heilsudrykkirnir frá iSqueeze.
Heilsudrykkirnir frá iSqueeze.

Fyrirtækið iSqueeze Ísland sem sérhæfir sig í framleiðslu á heilsudrykk sem inniheldur hina heilsusamlegu túrmerikrót er með starfsemi í Sandgerði. Elvar Guðmundsson er núverandi eigandi fyrirtækisins en hann keypti það árið 2015.

„Það hafði lengi blundað í mér að eiga og reka mitt eigið fyrirtæki og mér fannst þetta mjög spennandi valkostur þegar mér bauðst að kaupa fyrirtækið árið 2015,“ segir Elvar í samtali við Víkurfréttir en hann hefur lengi haft áhuga á öllu sem er heilsusamlegt enda með langan bakgrunn úr íþróttum og fannst túrmerikrótin því mjög áhugaverð.  Nánar má lesa um starfsemi iSqueeze Ísland á vef Víkurfrétta.


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!