Eðvarð Þór Eðvarðsson

Þegar flest okkar eru að vakna á morgnana þá er Eðvarð Þór að klára útihlaup, nýbúinn með sundæfingu eða jafnvel að klára 18. holu í Leirunni. Slíkur er metnaðurinn og drifkrafturinn. Hann hækkaði ránna í sundíþróttinni á Íslandi við aðstæður sem ekki teldust sæmandi í dag. Átta ára byrjar hann að svamla í 12 metra sundlaug í Njarðvík en áratug síðar var hann meðal bestu sundsmanna heims og á leið á Ólympíuleika. Hann hætti að synda 22 ára og þyngdist um 30 kíló á nokkrum mánuðum. Auk þess komst hann að því að hann var lélegur sundþjálfari. Einlæg frásögn frá þjálfaranum, íþróttamanni ársins 1986 og kennaranum Eðvarði Þór Eðvarðssyni.

Hlusta á Spotify

Hlusta á Apple


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!