Allt innan seilingar

Guðmundur Bjarni Sigurðsson er einn stofnenda vefstofunnar Kosmos og Kaos. Hann hefur búið í Reykjanesbæ frá barnæsku. Hann kann að meta stórkostlega náttúru Reykjanessins og ekki síst að hafa alþjóðaflugvöll í næsta nágrenni, enda títt á ferðalögum starfs síns vegna.

Í dag starfa um 18 manns hjá stofunni og verkefnin sem hún sinnir er fyrir viðskiptavini út um allan heim. 
„Börnunum mínum líður einstaklega vel hérna. Það er stutt fyrir þau í allt, skóla, tómstundir, eða að kíkja við í vinnuna hjá mömmu og pabba. Já, konan mín vinnur líka með mér hjá Kosmos og Kaos.“

Guðmundur er maður rútínunnar, fer snemma á fætur og hugleiðir og gerir jóga æfingar, áður en börnin eru vakin og dagurinn fer á fullt. Saga Guðmundar er ein af góðu sögunum á Reykjanesi.


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!