Guðbjörg Glóð Logadóttir

Guðbjörg Glóð Logadóttir á stóran þátt í að breyta viðhorfi okkar Íslendinga gagnvart fiski. Á hennar æskuheimili komst lítið annað að þar sem sem frumkvöðullinn faðir hennar seldi fisk til Ameríku við matarborðið. Hún gekk með hugmyndina um Fylgifiska í maganum í áratug áður en hún lét til skarar skríða.
Lesa meira

Veigar Margeirsson

Hægláta tónskáldið sem haldið hefur sig í Hollywood í næstum tvo áratugi. Hann hefur samið tónlist fyrir stiklur mynda eins og Lord of the rings, Joker og Batman begins, svo nokkrar séu nefndar. Keflvíkingurinn Veigar Margeirsson er einlægur og hógvær þrátt fyrir magnaðan árangur í sínu fagi. Hér segir hann frá einstökum ferli og áföllum sem mótað hafa hans sýn á lífið.
Lesa meira

Bergur Þór Ingólfsson

Bergur Þór Ingólfsson er hinn grindvíski Billy Elliott. Fyrsti atvinnuleikarinn úr bæjarfélaginu og hefur átt farsælan feril sem leikari og leikstjóri í yfir aldarfjórðung. Bergur ásamt fjölskyldu sinni átti stóran þátt í að fella ríkisstjórn og hrinda af stað byltingu undir formerkjum höfum hátt.
Lesa meira

Brynjar Leifsson

Hann hafði hugsað sér að verða bakari eða flugmaður en varð í staðinn gítarleikari í heimsþekktri hljómsveit. Þú gætir hafa séð hann munda gítarinn í sjónvarpinu, í Saturday Night Live, hjá spjalldrottningunni Ellen, eða bregða fyrir í Game of Thrones með hljómsveit sinni Of Monsters And Men.
Lesa meira

Helgi Jónas Guðfinnsson

Grindvíkingurinn Helgi Jónas var hálfgert undrabarn í körfubolta. Hann þótti á tímabili einn efnilegasti unglingur Evrópu og gerðar voru til hans miklar væntingar. Um tvítugt var hann kominn í atvinnumennsku þar sem hann sem hann bjóst við að upplifa drauma sína. Hið þveröfuga gerðist og andlegt fall blasti við Helga. Hann burðaðist með kvíða og depurð án þess að ræða það um árabil á meðan hann vann titla og hlaut verðlaun í íþrótt sinni.
Lesa meira

Elva Dögg Sigurðardóttir

Hún hafði allt. Átti góða fjölskyldu, gekk vel í skóla og var afrekskona í íþróttum. Síðan gerðist eitthvað og áður en hún vissi af var hún komin inn á barna- og unglingageðdeild og langaði ekki að lifa lengur.
Lesa meira

Gunnar Örlygsson

Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Sjómennska og veiði er Gunnari Örlygssyni í blóð borin. Hann fór um fermingu á sjóinn en í dag flytur hann út ferskan fisk víða um veröld og veltir milljörðum. Njarðvíkingurinn stoppaði stutt við á Alþingi en þar hóf hann störf með dóm á bakinu og skipti svo um flokk.
Lesa meira

Sævar Helgi

Sævar Helgi hefur djúpar tónlistarrætur úr Keflavík en foreldrar hans eru báðir tónlistarmenntaðir, amma hans starfaði sem píanókennari og undirleikari um áratugaskeið, föðurbróðir er tónskáld, föðursystir tónlistarkennari í London og svona mætti áfram telja. Það kom því engum á óvart að hann færi út í tónlist, þótt upphaflega hafi hann alls ekki ætlað að fara í þá átt. Sævar Helgi Jóhannsson vinnur undir listamannsheitinu Shell og er nú þegar farinn að geta sér gott orð í tónlistarheiminum, en þó hógværðin uppmáluð.
Lesa meira

Ólafur Ólafsson

Hann var ofvirkur sem barn, ægilega stríðinn eins og flestir í hans fjölskyldu og einn af okkar bestu körfuboltamönnum, þar fer saman mikill kraftur og leikgleði og það er aldrei langt í húmorinn enda útilokar hann ekki frama á sviði þegar körfuboltanum lýkur. Ólafur Ólafsson, eða Óli Óla eins og flestir kalla hann segir okkur sögur af uppvextinum í Grindavík, körfubolta í þýskalandi, frakklandi og íslandi og stærsta hlutverki sínu til þessa, föðurhlutverkinu
Lesa meira

Margrét Sturlaugsdóttir

Líf Margrétar Sturlaugsdóttur hefur meira og minna snúist um körfubolta. Þar var hún afar sigursæl sem hluti af fyrstu gullkynslóð íþróttarinnar í Keflavík og sem farsæll þjálfari á öllum stigum síðar meir. Hér segir hún einnig á einlægan hátt frá baráttu sinni við krabbamein og segir frá hlutverki sínu sem aðstandandi alkóhólista.
Lesa meira