Fréttir

Gönguleiðir á Reykjanesi í Wappið

Leiðarlýsingar fyrir gönguleiðir um Gígsleið og Hraunahringinn á Reykjanesi eru nú fáanlegar í Wappinu, íslensku gönguappi með leiðarlýsingum sem Einar Skúlason hefur þróað. Báðar leiðirnar liggja um einstakt svæði á heimsvísu þar sem úthafshryggur kemur að landi. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, vann að gerð þeirra með stuðningi frá Reykjanes UNESCO Global Geopark. Báðar leiðirnar eru stikaðar og því er auðvelt að fylgjast með bæði í símanum sem og að ganga þær.
Lesa meira

Vilja reisa sundlaugargarð með diskókúlu

Nemendur í 3. bekk grunnskólans í Grindavík hafa lagt fram tillögu um hvernig Grindavíkurbær á að þróast og kynnt fyrir bæjarstjóra. Nemendurnir vilja meðal annars fá sundlaugargarð með diskókúlu, bíó og dýragarð. Bæjarstjórinn tók vel í hugmyndir nemendanna.
Lesa meira

Hljómlist án landamæra í Stapa

Það var húsfyllir og frábær stemning í Stapanum í gær, þar sem fóru fram tónleikarnir Hljómlist án landamæra. Þar leiddu saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi
Lesa meira

GeoSilica hlaut tvenn nýsköpunarverðlaun

Fyrirtækið GeoSilica hlaut tvenn verðlaun á norrænu nýsköpunarverðlaununum, eða Nordic startup Awards.
Lesa meira