Tugþúsundir ferðamanna heimsóttu Garðskagavita og Reykjanesvita í ágúst

Gríðarlegur fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Reykjanes Geopark í sumar. Samkvæmt tölum Stjórnstöðvar ferðamála sóttu hátt í 65 þúsund manns Garðskagavita og Reykjanesvita í ágúst. Mikil uppbygging framundan.
Lesa meira

Ljósanótt í Reykjanesbæ 1. - 4. sept.

Starfsmenn Reykjanesbæjar nú í óða önn að undirbúa Ljósanæturhátíð sem sett verður í 17. sinn fimmtudaginn 1. september við Myllubakkaskóla. Að venju er þjófstartað á miðvikudegi með nokkrum viðburðum svo sem Lífsstíls maraþoni, tónlistarveislunni Með blik í auga og glæsilegum Ljósanæturtilboðum og kvöldopnun verslana í tilefni hátíðarinnar. Að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar er góð stemmning og eftirvænting að myndast í bænum.
Lesa meira

Sandgerðisdagar hefjast

Sandgerðisdagar, hin árlega fjölskylduhátíð í Sandgerði, hefst í dag, mánudaginn 22. ágúst. Þetta er 10. árið í röð sem íbúar í Sandgerði gera sér glaðan dag saman, skemmta sér, taka á móti gestum og efla samhug og gefa íbúum tækifæri á að sýna hvað bærinn hefur upp á að bjóða.
Lesa meira

Allt innan seilingar

Guðmundur Bjarni Sigurðsson er annar eigenda Kosmos & Kaos, vefhönnunarfyrirtækis sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ en rekur útibú í Reykjavík. „Ég þarf að vera nálægt alþjóðaflugvelli vegna þess að ég fer reglulega á fundi hjá viðskiptavinum í Evrópu og í Bandaríkjunum.“
Lesa meira

Byrjaði allt með saklausum nestispökkum

Þetta byrjaði sakleysislega. En áður en hún vissi var Halla komin á kaf í veitingabransann og í dag sér hún hátt á þriðja hundrað manns fyrir mat á hverjum degi.
Lesa meira

Töfraveröld undirdjúpanna

Sigurður Stefánsson ver miklum tíma í töfraveröld undirdjúpanna og verkefni hans eru af misjöfnum toga, ýmist viðgerðir á hafnarmannvirkjum eða aðstoð við gríðarstór Hollywood-verkefni eða leit. Hann hefur kafað eftir ótrúlegustu hlutum; gleraugum, verkfærum, tanngómi, skartgripum og því miður stundum eftir fólki.
Lesa meira

Gönguleiðir á Reykjanesi í Wappið

Leiðarlýsingar fyrir gönguleiðir um Gígsleið og Hraunahringinn á Reykjanesi eru nú fáanlegar í Wappinu, íslensku gönguappi með leiðarlýsingum sem Einar Skúlason hefur þróað. Báðar leiðirnar liggja um einstakt svæði á heimsvísu þar sem úthafshryggur kemur að landi. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, vann að gerð þeirra með stuðningi frá Reykjanes UNESCO Global Geopark. Báðar leiðirnar eru stikaðar og því er auðvelt að fylgjast með bæði í símanum sem og að ganga þær.
Lesa meira

Vilja reisa sundlaugargarð með diskókúlu

Nemendur í 3. bekk grunnskólans í Grindavík hafa lagt fram tillögu um hvernig Grindavíkurbær á að þróast og kynnt fyrir bæjarstjóra. Nemendurnir vilja meðal annars fá sundlaugargarð með diskókúlu, bíó og dýragarð. Bæjarstjórinn tók vel í hugmyndir nemendanna.
Lesa meira

Hljómlist án landamæra í Stapa

Það var húsfyllir og frábær stemning í Stapanum í gær, þar sem fóru fram tónleikarnir Hljómlist án landamæra. Þar leiddu saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi
Lesa meira

GeoSilica hlaut tvenn nýsköpunarverðlaun

Fyrirtækið GeoSilica hlaut tvenn verðlaun á norrænu nýsköpunarverðlaununum, eða Nordic startup Awards.
Lesa meira