Töfraveröld undirdjúpanna

Sigurður Stefánsson ver miklum tíma í töfraveröld undirdjúpanna og verkefni hans eru af misjöfnum toga, ýmist viðgerðir á hafnarmannvirkjum eða aðstoð við gríðarstór Hollywood-verkefni eða leit. Hann hefur kafað eftir ótrúlegustu hlutum; gleraugum, verkfærum, tanngómi, skartgripum og því miður stundum eftir fólki. 

Sigurður hefur rekið köfunarþjónustu í hátt á annan áratug og verkefnin hafa leitt hann um allt land. Það verkefni sem stendur hjarta hans næst er þó þegar hann kafar eftir skel og krabba fyrir veitingastað foreldra sinna, Vitann í Sandfgerði. Þar er ferskmeti úr hafi alltaf á boðstólum, því aflinn sem Sigurður sækir er geymdir í körum á bak við veitingastaðinn og þangað er sjó dælt til þess að halda kostinum ferskum.

Það er sannkallað ævintýri að borða á Vitanum hjá Stebba og Sigurður er þar tíður gestur að sjálfsögðu.


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!