Hljómlist án landamæra í Stapa

Mikið fjör á tónleikunum. 
Mynd / víkurfréttir
Mikið fjör á tónleikunum.
Mynd / víkurfréttir

Það var húsfylli og frábær stemning í Stapanum í gær, þar sem fóru fram tónleikarnir Hljómlist án landamæra. Þar leiddu saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Kynnar voru þeir Steini og Auddi Blö en óhætt er að segja að landslið tónlistarfólks hafi stigið á svið. Meðal þeirra sem komu fram voru okkar eigið fólk: Valdimar, Siggi Guðmunds ásamt bróður sínum og föður, Maggi Kjartans, ásamt fjöldanum öllum af færum og frægum listamönnum.

Tónleikarnir voru liður í listahátíðinni „List án landamæra“ þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og öllum sem áhuga hafa gefst tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri. Hér að neðan má sjá myndasafn frá kvöldinu.


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!