Sandgerðisdagar hefjast
Sandgerðisdagar, hin árlega fjölskylduhátíð í Sandgerði, hefst í dag, mánudaginn 22. ágúst. Þetta er 10. árið í röð sem íbúar í Sandgerði gera sér glaðan dag saman, skemmta sér, taka á móti gestum og efla samhug og gefa íbúum tækifæri á að sýna hvað bærinn hefur upp á að bjóða. Bærinn verður skreyttur hátt og lágt, fjölskyldur bjóða til sín ættingjum og vinum víðsvegar að. Lögð er áhersla á samstöðu og samstarf allra bæjarbúa, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja og brottfluttir Sandgerðingar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Bænum er skipt upp í fjögur hverfi eftir litaþemum og keppast allir bæjarhlutar við að skreyta sitt umhverfi sem best.
Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa, meðal annars hin vinsæla Lodduganga, sápubolti, hverfaganga, gönguferðir, leiktæki, upplestrar og sagnakvöld. Hið árlega knattspyrnumót þar sem Norðurbær- Suðurbær spreyta sig í knattspyrnu verður að sjálfgsögðu á sínum stað og laugardaginn verður risa fjölskylduskemmtun sem stendur fram á kvöld.. Frábær aðstaða á tjaldsvæði og sundlaug í sérflokki.
Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér!