Byrjaði allt með saklausum nestispökkum

Veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík býður upp á heilsusamlegan mat og hefur gott orðspor hans borist víða á stuttum tíma. Eigandi staðarins, hún Halla María Svansdóttir, hefur lengi haft brennandi áhuga á hollustu. „Eftir að ég eignaðist börnin mín fór ég mikið að hugsa um mataræði og hvað ég væri að gefa þeim að borða og vildi gera það vel.“

Halla tók sig til og senda vel útilátan nestispoka á nokkra vel valda aðila í bænum og það var ekki að spyrja að viðtökunum. Flestir heimtuðu meira og það strax. Halla var því um tíma að vinna heima og senda mat til fjöda fólks í Grindavík. 

Í dag sendir Halla og hennar samstarfsfólk um tvö hundruð matarsendingar til vinnustaða á hverjum virkjum degi, auk þess sem fjöldi manna kemur á veitingastaðinn hjá Höllu til þess að fá sér hollan og góðan bita.


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!