Öll fjölskyldan búsett í sömu götunni

„Þetta er misgengi, svipað því sem er á Þingvöllum. Háir klettar og skjólsælt. Hrafnagjáin er líka frábær. Við vorum dugleg við að nýta okkur þetta þegar ég var yngri og fara saman í lautarferðir. Það er ómetanlegt að hafa svona í næsta umhverfi, að því ógleymdu hversu frábærlega umhverfið er notað í náttúrufræðikennslu í grunnskólanum.“
Lesa meira

Yndislegt að fá að alast upp við leik í móanum

„Krakkarnir hérna eru ofboðslega samstíga og getur verið að smæðin hafi þau áhrif. Þetta var svona þegar ég var barn og ég finn þetta sem kennari. Bekkirnir eru mikið minni en á mörgum öðrum stöðum. Krakkarnir eru duglegir við að nýta sér sundlaugina hérna, enda dásamleg. Svo hafa þau félagsmiðstöðina Skýjaborg þar sem þau hittast og spila og svoleiðis.“
Lesa meira

Samstaðan er stærsti kosturinn

„Það er þessi samstaða í samfélaginu sem mér finnst vera einn stærsti kosturinn við að búa hérna. Það er ósköp einfalt. Þetta er bara eitt samfélag sem hefur haldist eins og það var hérna áður fyrr, þegar færri fjölskyldur bjuggu á svæðinu. Nándin og samheldnin hefur ekkert breyst þó svo íbúum hafi fjölgað.“
Lesa meira

Tugþúsundir ferðamanna heimsóttu Garðskagavita og Reykjanesvita í ágúst

Gríðarlegur fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Reykjanes Geopark í sumar. Samkvæmt tölum Stjórnstöðvar ferðamála sóttu hátt í 65 þúsund manns Garðskagavita og Reykjanesvita í ágúst. Mikil uppbygging framundan.
Lesa meira

Ljósanótt í Reykjanesbæ 1. - 4. sept.

Starfsmenn Reykjanesbæjar nú í óða önn að undirbúa Ljósanæturhátíð sem sett verður í 17. sinn fimmtudaginn 1. september við Myllubakkaskóla. Að venju er þjófstartað á miðvikudegi með nokkrum viðburðum svo sem Lífsstíls maraþoni, tónlistarveislunni Með blik í auga og glæsilegum Ljósanæturtilboðum og kvöldopnun verslana í tilefni hátíðarinnar. Að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar er góð stemmning og eftirvænting að myndast í bænum.
Lesa meira

Sandgerðisdagar hefjast

Sandgerðisdagar, hin árlega fjölskylduhátíð í Sandgerði, hefst í dag, mánudaginn 22. ágúst. Þetta er 10. árið í röð sem íbúar í Sandgerði gera sér glaðan dag saman, skemmta sér, taka á móti gestum og efla samhug og gefa íbúum tækifæri á að sýna hvað bærinn hefur upp á að bjóða.
Lesa meira

Allt innan seilingar

Guðmundur Bjarni Sigurðsson er annar eigenda Kosmos & Kaos, vefhönnunarfyrirtækis sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ en rekur útibú í Reykjavík. „Ég þarf að vera nálægt alþjóðaflugvelli vegna þess að ég fer reglulega á fundi hjá viðskiptavinum í Evrópu og í Bandaríkjunum.“
Lesa meira

Byrjaði allt með saklausum nestispökkum

Þetta byrjaði sakleysislega. En áður en hún vissi var Halla komin á kaf í veitingabransann og í dag sér hún hátt á þriðja hundrað manns fyrir mat á hverjum degi.
Lesa meira

Töfraveröld undirdjúpanna

Sigurður Stefánsson ver miklum tíma í töfraveröld undirdjúpanna og verkefni hans eru af misjöfnum toga, ýmist viðgerðir á hafnarmannvirkjum eða aðstoð við gríðarstór Hollywood-verkefni eða leit. Hann hefur kafað eftir ótrúlegustu hlutum; gleraugum, verkfærum, tanngómi, skartgripum og því miður stundum eftir fólki.
Lesa meira

Gönguleiðir á Reykjanesi í Wappið

Leiðarlýsingar fyrir gönguleiðir um Gígsleið og Hraunahringinn á Reykjanesi eru nú fáanlegar í Wappinu, íslensku gönguappi með leiðarlýsingum sem Einar Skúlason hefur þróað. Báðar leiðirnar liggja um einstakt svæði á heimsvísu þar sem úthafshryggur kemur að landi. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, vann að gerð þeirra með stuðningi frá Reykjanes UNESCO Global Geopark. Báðar leiðirnar eru stikaðar og því er auðvelt að fylgjast með bæði í símanum sem og að ganga þær.
Lesa meira