Grilluðu stærsta hamborgara Íslands

Alfreð Fannar Björnsson og Atli Kolbeinn Atlason með hamborgarann. Mynd/grindavik.is
Alfreð Fannar Björnsson og Atli Kolbeinn Atlason með hamborgarann. Mynd/grindavik.is

Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem Alli eða BBQ-kóngurinn eins og hann heitir á Snapchat, grillaði stærsta hamborgara sem grillaður hefur verið á Íslandi. Alli fékk til liðs við sig kokkinn Atla Kolbein Atlason og saman settu þeir stefnuna á 20 kg hamborgara, sem var kolagrillaður. Er skemmst frá því að segja að útkoman varð ekkert slor. 17,545 kg af hamborgara í allri sinni dýrð, eins og segir í frétt á vef Grindavíkur


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!