GeoSilica hlaut tvenn nýsköpunarverðlaun

Fida Abu Libdeh
Fida Abu Libdeh

Fyrirtækið GeoSilica hlaut tvenn verðlaun á norrænu nýsköpunarverðlaununum, eða Nordic startup Awards. Fida Abu Libdeh, stofnandi fyrirtækisins, og félagar fengu verðlaun fyrir besta Best bootstrapped Startup, sem er sú starfsemi sem sýnt hefur mesta þróun á síðasta ári byggt á vexti, áhrifum, sölu vöru eða þjónustu án fjármögnunar.

Eins hlaut Geosolica verðlaunin Founder of the year, sú starfsemi sem sýnt hefur fram á athyglisverð afrek á árin meðal annars aukning sjóða, vöxtur í hópi viðskiptavina, góður efnahagur fyrirtækis og frábær forysta.

GeoSilica, sem er staðsett í Eldey á Ásbrú, mun keppa fyrir hönd Íslands um Norrænu nýsköpunarverðlaunin sem haldin verða 31. maí í Hörpunni. Fida var valinn „maður ársins“ á Suðurnesjum árið 2014.


Fylgstu með okkur á Facebook

Góðar sögur er líka að finna á Facebook síðu verkefnisins.

Á hverjum degi er eitthvað nýtt og spennandi að frétta á Facebook síðu verkefnis. Kíktu endilega við!